Aðalfundur Virkjunar verður haldinn 20. mars 2014 kl. 11:00
Ef áhugi er fyrir því að bjóða fram stjórn á móti núverandi stjórn þarf tilkynning um það að berast Virkjun á netfangið virkjun@simnet.is í síðasta lagi þann 13. mars. Þau framboð sem berast eftir þann tíma verða ekki með í kosningunni. Þeir sem hafa rétt til að kjósa um lög Virkjunar og til nýrrar stjórnar eru þeir sem greitt hafa félagsgjöld, sótt námskeið eða nýtt sér aðstöðu Virkjunar einhvern tíma á síðustu sex mánuðum fyrir aðalfund. Nánari upplýsingar fást í síma 426-5388 eða á staðnum.
Vinsamlegast fylgist með okkur á Facebook